14.142.740 ISK

Fjárvangur (FJVG)
Fyrsta Tákngerða Rauneignin á Íslandi
Við hjá Fjárvangi langar að ýta úr vör okkar fyrstu vöru sem er tákngerður eignahlutur í Fjárvangi ehf. Um er að ræða byltingarkennda nýjung í fjármögnun nýsköpunar á Íslandi og munum við ríða á vaðið með tákngerðum eignahluti í okkur sjálfum.
Táknið (e. token) FJVG endurspeglar eignarhlut í Fjárvangi Eignarhaldsfélagi þannig að eitt FJVG tákn samsvarar einni krónu að nafnvirði af hlutafé félagsins.
Gefin hafa verið út 50.000 ný FJVG tákn sem endurpsegla hlutafjáraukningu í Fjárvangi um kr. 50.000 að nafnvirði eða 9.09% af hlutafé félagsins sem verður að hlutafjáraukningu lokinni kr 550.000 að nafnvirði.
Notkun fjármuna
Hlutafjáraukningin verður nýtt til að tryggja tilskylin leyfi, hraða vöruþróun og sannreyna vörur félagsins á Íslenskum markaði.
Hér er um að ræða stórt vaxtatækifæri sem er einstaklega vel staðsett til að taka þátt í nýjungum í innviðum fjármála og fjártæknifyrirtækja. Stofnendur félagsins búa yfir fágætri blöndu af þekkingu á starfsemi hefðbundinna fjármálamarkaða og grunntækni tengdri bálkakeðjum.