30. Janúar 2024
Dogecoin (DOGE)
https://dogecoin.com/
Dogecoin er án efa fyrsta rafmyntin af hinni svokölluðu "meme-coin" kynslóð. En það eru rafmyntir sem hafa það sameiginlegt að leggja ekki mikla áherslu á lausn erfiðra tæknilegra vandamála, heldur að vera frekar skemmtilegt móttvægi við hina alvarlegu sérfræðinga sem leita þungir á brún að hinni fullkomnu lausn. Þeir sem standa að bálkakeðjunni vilja meina að D.O.G.E standi fyrir "Do Only Good Everyday".
Dogecoin er svokallaður "fork" af Bitcoin-core, eða afrit af hinum upprunalega Bitcoin-core kóða, sem tekið var árið 2013. Dogecoin hefur þannig lifað góðu lífi í meira en áratug og hafa verið gerðar ýmsar uppfærslur á kerfinu síðan þá sem hefur þróast í sína eigin átt. Í grunnin er dogecoin því ómiðlæg bálkakeðja með opnum kóða.
Þó að DOGE sé ekki í sjálfu sér tæknilegt undur þá hefur hún lifað í 10 ár og er í dag ein af efstu tíu rafmyntum að markaðsvirði. Vegna aldurs DOGE og sögu þá hefur eignarhald DOGE orðið mjög dreyft, sem er ótvírætt mikill kostur og gefur rafmyntinni aukið vægi. DOGE er ekki að fara neitt og er viðhaldið af mörg þúsund nóðum og námuvélum sem stiðja við netverkið sem í grunnin er það sama og Bitcoin.