21. Október 2022

Kusama (KSM)

https://kusama.network/

Kusama er systur keðja Polkadot og var frá upphafi hugsuð sem fyrsta stopp fyrir allar uppfærslur sem byggðar voru fyrir polkadot. Það þýðir þó ekki að Kusama sé ekki lifandi vettvangur því á kusama keðjunni er urmull af nýjum hliðarkeðju þróaðar þar sem kostnaður við þróun og uppihald er minni og aðgangur betri þegar notast er við kusama.

Einnig eru allar uppfærslur fyrst keyrðar á Kusama og því má búast við því að allar framfarir munu birtast þar ásamt þeim nýjungum sem hliðarkeðjur geta útfært. Það gerir því Kusama að suðupotti breytingar og nýjunga og er ekki lengur talað um polkadot umhverfið heldur dotsama umhverfið þegar talað er um þann heim sem Polkadot og Kusama í sameiningu mynda.

Frekari upplýsingar

Verðþróun