7. Nóvember 2024
Fyrsti Bitcoin-forsetinn
Pétur Sigurðsson, stofnandi ismynt ehf.
Nú er ljóst að Trump hefur unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og tóku allir markaðir vel í þær fréttir. Aðal kosningamálið sem brann á kjósendum þetta sinnið voru efnahagsmálin og hefur Trump látið stór orð falla um hvað hann hefur í vændum. Þar má meðal annars nefna háa verndartolla, áætlun um að reka yfirmann fjármálaeftirlitsins og slökun hafta og reglugerða. Trump hefur einnig gefið út að hann muni styðja við rafmyntaiðnaðinn í Bandaríkjunum og virðist það hafa haft jákvæð áhrif á hans kjörfylgi. Við viljum lýta yfir hver þessu loforð eru og hverju má búast við af forsetatíð hans varðand rafmyntaiðnaðinn og markaði.
Greitt með Bitcoin á barnum
Þekkt er að Trump er fyrsti forseti eða forsetaframbjóðandi til að greiða fyrir þjónustu með rafmyntum. Þetta gerði hann á bar í New York í September 2024, þegar hann greiddi fyrir bjór og mat fyrir áhangendur með Bitcoin. Viðskiptin gengu smurt fyrir sig og lýsti hann reynslunni sem “mjög einfaldri”. Bitcoin hefur verið notað sem gjaldmiðill til verslunar víðsvegar, svo sem í El Salvador og Brasilíu, með misjöfnum árangri þó. En gjörningurinn var gerður til að sýna stuðning við rafmyntaiðnaðinn og vakti verðskuldaða athygli, ekki síst kjósenda sem sýsla með rafmyntir, eða eru almennt jákvæðir gagnvart rafmyntum.
Kevin O'Leary ræðir áhrif stjórnaskiptanna
Stuðningur milljarðamæringsins Elon Musk
Einnig er vert að nefna að einn stærsti bakhjarl Trump var engin annar en Elon Musk. Sá margslungni persónuleiki hefur lengið verið bendlaður við DOGE rafmyntina, og hefur hann oft vitnað þar í svokallað „Department Of Governmental Efficiency“, nýja stofnun innan stjórnkerfis Bandaríkjanna sem hann ætlar að stofna og ber skammstöfunina D-O-G-E. Margir vilja meina að hann sé meira innviklaður í rafmyntina en hann vill gefa upp, og hefur áhugi á DOGE skotist upp í hvert sinn sem góðar fréttir berast af hans viðskiptum. Skýrasta dæmið er nýlegt stökk á verði DOGE eftir að úrslit kosninganna voru kunngerð.
Yfirmaður fjármálaeftirlitsins, Gary Gensler
Trump hefur einnig gefið það út að á fyrsta degi forsetatíðar sinnar muni hann reka núverandi yfirmann Bandaríska fjármálaeftirlitsins (S.E.C.), Gary Gensler. Sá hefur haft horn í síðu rafmynta iðnaðarins í fjölda ára, og hafa mörg mál verið rekin af hans hálfu gegn stærstu aðilum innan Bandaríska rafmyntaiðnaðarins sem hefur haft töluverðar afleiðingar fyrir iðnaðinn allan og ekki síst almenna innleiðingu rafmynta í Bandaríkjunum. Með fráfari hans má gera ráð fyrir að vegur rafmynta verði töluvert greiðari innan bandarískrar lögsögu sem mun án efa hafa afar jákvæð áhrif á þróun og innleiðingu rafmyntatækni um heim allan.
Bitcoin í varasjóð Bandaríkjanna
Einnig hefur Trump látið hafa það eftir sér að hann muni bæta við Bitcoin í varasjóð/gjaldeyrisforða Bandaríkjanna. Það þýðir að Bandaríska ríkisstjórnin muni fjárfesta í Bitcoin samhlið öðrum eignum, svo sem öðrum gjaldmiðlum, eðalmálmum o.fl., til að tryggja stöðu dollarans og eigin efnahags. Það hefur hingað til verið í spákortunum að slík innleiðing hjá ríkisstjórnum um heim allan sé síðasta skrefið í innleiðingu Bitcoin sem heimsgjaldmiðils, og virðist það vera að raungerast fyrr en nokkurn gæti grunað.
Ofan talin atriði hafa öll haft þær afleiðingar að fjárfestingar í rafmyntum hafa aukist töluvert og hefur heildarverðmæti rafmynta aukist um u.þ.b. 10% frá úrslitum kosninganna. Í sögulegu samhengi hafa bolamarkaðir legið í gegnum kosningar Bandaríkjanna, og því er ekki að sjá að nein breyting hafi verið á því. En það er meira í húfi í dag, og vindurinn virðist vera að blása með okkur í þetta sinn ef heilt er yfir litið. Því verður spennandi að sjá hvort að hið raunverulega upphaf bolamarkaðarins sé gengið í garð.