30. Ágúst 2023
Polygon (POL)
ismynt.is
Polygon, áður þekkt sem Matic Network, er forritunarleg bálkakeðju-umgjörð sem er hönnuð til að bæta skalanleika, hraða og samskiptileiðir snjallsamninga og snjallappa (dApps). Polygon grunnkerfið er í eigu Polygon Technology, indversks tæknifyrirtækis stofnað af Jaynti Kanani, Sandeep Nailwal, Anurag Arjun og Mihailo Bjelic.
Í grunninn leysir Polygon eitt af flöskuhálsum margra bálkakeðna: skalanleikann. Almennar bálkakeðjur einsog Ethereum hafa verið plagaðar af vandræðum vegna takmarkana á færslufjölda og hárra færslugjalda. Polygon virkar sem skalanleg "annars-stigs" lausn, sem keyrir ofan á bálkakeðjunni, sem leysir úr þessum þáttum og færir forriturum grundvöll til að byggja dApps sem vinna óaðfinnanlega með undirliggjandi bálkakeðju.
Einn af aðal eiginleikum Polygon er þeirra stefna að veita fjölkeðju-lausnir. Þeir sem vilja þróa á Polygon geta valið úr fjölda annars-stigs lausna innan Polygon, hver lausn sérsniðin fyrir sitt notagildi. Meðal þeirra er Polygon POS (Proof of Stake), PoA (Proof of Authority) og fleira sem gerir forriturum kleypt að velja þá lausn sem best hentar þeirra markmiðum.