15. Janúar 2024

Moonbeam (GLMR)

ismynt.is

Moonbeam er bálkakeðja sem er búin til sem hliðarkeðja á Polkadot. Helsta markmið Moonbeam er að færa Ethereum virknir yfir á Polkadot umhverfið og gera það auðveldara að búa til snjallsamninga og snjall-öpp (dApps) á Polkadot og nýta þannig hin djúpa brunn þróunartóla sem til er í Ethereum.

En Moonbeam er meira en það, Moonbeam hefur útfært flóknari og sérhæfðari virkni svosem RPC viðmót, reikninga, lykla, logga, áskrifti og fleira. Þannig víkkar Moonbeam þá möguleika sem Ethereum myndi bjóða uppá og með því að samtvinna virkni Polkadot og Ethereum, og opnast þá enn fleiri möguleikar varðandi samskipti við aðrar keðjur.

Moonbeam leggur áherslu á að viðhalda virku samfélagi virkra notenda og býður uppá fjölbreytta styrki til nýsköpunar og framþróunar á bálkakeðjunni. Þeir hafa nú þegar veitt fjölda styrkja og halda þannig áfram að styðja við þróun dApps og annarra appa á bálkakeðjunni.

Moonbeam hefur verið eitt farsælasta verkefni innan Polkadot umhverfisins og var fyrsta verkefnið til að vera samþykkt í uppboði fyrir sæti sem hliðarkeðja. 25 milljón DOT, að andvirði 268.914.684 USD, var áheitið til verkefnisins í uppboðinu.

Frekari upplýsingar

Verðþróun