14. Apríl 2025

Pax Gold (PAXG)

ismynt.is

Það hefur aldrei verið auðveldara að fjárfesta í gulli. Paxos, fyrirtækið á bakvið Pax Gold, hefur tókaniserað gull og þannig gert öllum kleift á einfaldan máta að fjárfesta í gulli jafn auðveldlega og að fjárfesta í rafmyntum.

PAXG er tóken á Ethereum bálkakeðjunni sem Paxos gefur út og er verð þess hlekkjað við verð gulls. Gullið er geymt í LBMA hvelfingu í London og tryggir verðgildi tókenana gagnvart gulli. Þú getur meira að segja fengið sent heim til þín gullið þitt gegnum heimasíðu paxos ef þú hefur áhuga á.

Rafmyntavæðing rauneigna einsog gulls er gríðarlega mikilvægt skref í þróun rafmynta í heiminum. Með því að rafmyntavæða eignir opnast leiðir fyrir verslun og kaupsamninga sem áður hafa verið ómögulegir. Og færsla verðmæta milli heimshluta gerist á augabragði. Þessu fylgja hættur en kostirnir vega upp á móti og teljum við að þetta verður næsta bylting á fjármálamörkuðum heimsins.

Frekari upplýsingar

Verðþróun