13.539.617 ISK
Tákngerð rauneigna (e. Tokenization)
Með tilkomu bálkakeðjunnar opnast möguleikar sem munu umbylta eignaskráningu um heim allan. Skráning rauneigna á bálkakeðjunni snýst um það að eignaskráning fer fram á ómiðlægri bálkakeðju með hjálp svokallaðra snjallsamninga.
Ismynt hefur smíðað kerfi til að tákngera rauneignir á bálkakeðjunni sem eykur notagildi og sveigjanleika töluvert. Við munum bjóða fyrirtækjum þessa þjónustu sem mun gera þeim kleyft að stunda útboð á eignahlutum á brotabroti af þeim kostnaði sem sambærileg skráning kostar almennt.
Larry Fink - forstjóri BlackRock stærsta eignastýringaraðila heims segir í árlegu bréfi til fjárfesta að hann vilji sjá alla eignarflokka, miðlanlega með rafrænum hætti á bálkakeðju. Mögulegt er að tákngera nokkurnveginn hvaða eign sem er.
Larry Fink - forstjóri BlackRock stærsta eignastýringaraðila heims ræðir tákngerð rauneigna
Kostir tákngerðra rauneigna
Eignahlutur skráður á bálkakeðjunni
Eignahlutur er skráður á veski sem er beintengt eigenda í gegnum auðkennislykil. Eignarhald er á bálkakeðjunni og því aðgengilegt öllum þó að auðkenni eiganda sé falið
Arðgreiðslur beint á veski eigandans.
Það sem eignarhald er beintengt tókeninu á bálkakeðjunni er hægt að greiða arð sem rafmynt/fastmynt beint á veski eigandans.
Atkvæðaréttur tengdur bálkakeðjunni.
Atkvæðaréttur getur tengst eignaskráningunni og verið útfærður á bálkakeðjunni.
Auðkenning á bálkeðjunni.
Veski eru rafrænt tengd eiganda með dullykli sem er útbúin útfrá kennitölu eiganda. Þannig er hægt að nýta dulkóðunareiginleika bálkakeðjunnar til að auðkenna notendur og undirskriftir.
Að gefa út tákn sem endurspeglar eignarhluti gefur nýsköpurfyrirtækjum kleyft að bjóða fleirum að fjárfesta fyrr á sinni vegferð og umgjörð um að eignarhlutir hafi seljanleika frá fyrsta degi án þess að íþyngja sér með kostnaðarsamri skráningu. Það er okkar trú að líflegur markaður geti myndast með eignarhluti í nýsköpunarfyrirtækjum.
Hafir þú áhuga að tákngera eignarhlut í þínu félagi hvetjum við þig til að vera í sambandi á ismynt@ismynt.is.
Frekari upplýsingar