20. September 2025

BNB

ismynt.is

Búið til árið 2017 af Changpeng Zhao (einnig þekktur sem "CZ"), kínversk-kanadíska frumkvöðlinum á bakvið Binance kauphöllina, BNB er tókenið fyrir bálkakeðjuna BNB Chain. Upphaflega ætlað sem innanhús tóken fyrir Binance kauphöllina fyrir notendur til að fá ýmis fríðindi svo sem lægri gjöld, en þróaðist fljótlega í að vera sjálfstæð rafmynt á eigin bálkakeðju. Tæknin er að miklu leiti byggð á sömu tækni og Ethereum og nýtir staðla og öryggisuppfærslur sem Ethereum hefur fengið.

Í dag er BNB með stærstu rafmyntum heims hvað markaðsvirði varðar, og hefur almenn notkun þess aukist töluvert undanfarin ár.

Chanpgeng Zhao (CZ)

Changpeng Zhao er maðurinn á bakvið Binance kauphöllina en hann seldi ungur íbúðina sína fyrir Bitcoin og stofnaði árið 2017 Binance kauphöllina sem hefur vaxið í það að vera stærsta kauphöll heims hvað rafmyntir varðar.

CZ hefur ekki verið óumdeildur, og árið 2023 var hann dæmdur fyrir bandarískum dómstólum til fangelsisvistar fyrir brot á bankalögu. CZ var dæmdur til fjagra mánaðar fangelsisvistar og til að greiða 50 milljón bandaríkjadala vegna brota sinna.

Það hefur hinsvegar ekki komið í veg fyrir að Binance haldi velli sem stærsta rafmyntakauphöll heims og er CZ óumdeilt ennþá einn áhrifamesti og ríkasti einstaklingurinn í rafmyntaheiminum.

Verðþróun