15. Febrúar 2023

Um okkur

ismynt.is

Við erum fremstir á Íslandi þegar kemur að rafmyntum. Við bjóðum uppá heildstæða lausn fyrir rafmyntaviðskipti, lægri gjöld en íslenskir aðilar hafa veitt hingað til og alla þá þjónustu sem þú þarft til að stunda örugg og skilvirk viðskipt með rafmyntir.

Starfsfólk ismynt samanstendur af sérfræðingum á sviði tölvunarfræða, tölvuöryggismála, bálkakeðja og laga er varða viðskipti sýndareigna og varna gegn peningaþvætti og svikastarfsemi. Skrifstofa okkar er staðsett í fjártækniklasanum í Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík.

Pétur Sigurðsson stofnandi ismynt ehf.

Hvernig byrjaði ismynt?

Þegar að ljóst var að enginn almennileg rafmyntakauphöll var til á íslandi, og að íslendingar voru upp til hópa að treysta á mis-traustverðuga erlendar kauphallir, sem liggja algjörlega utan íslenskri lögsögu, vaknaði upp áhugi á að búa til alvöru íslenska rafmyntakauphöll, með fjölbreyttu úrvali á rafmyntum og þjónustum. Upphafsmaður ismynt, Pétur Sigurðsson, hefur lengi verið viðriðin rafmyntir og fylgt þróun þeirra frá upphafi Bitcoin bálkakeðjunnar. Áhugi hans hefur leitt hann að svokölluðum þriðju kynslóðar bálkakeðjum, þar sem reynt hefur verið að betrum bæta, og laga marga af vanköntum Bitcoin, og jafnvel nýjar lýðræðislegar uppfærslur hafa verið gerðar. Því er ismynt byggt með fjölbreytt rafmynta-umhverfi sem forgrunn og verður vítt úrval rafmynta í boði. Við munum ávallt tryggja að allar rafmyntir sem eru í boði á ismynt séu vel ígrundaðar, með tilliti til orðspors stofnenda og umsjónaraðila, dreyfingu eignarhalds á myntinni, tæknilegra útfærslu á bálkakeðjunni og fjölda annarra þátta.

Hver er tilgangur ismynt?

Tilgangur ismynt er að gera viðskiptavinum kleyft að sýsla með rafmyntir á einfaldan og öruggan hátt, og gera rafmyntir aðgengilegar almenningi og auka notagildi þeirra eins og kostur er. Heimur bálkakeðja og tækninni sem þeim fylgir er sí vaxandi, flókinn og oft óaðgengilegur almennum leikmanni. Við viljum því þjóna sem milligönguaðili að flóknari lausnum fyrir almenna notendur og opna þannig heim bálknakeðja enn frekar til hins almenna notanda.

Hvað greinir ismynt frá öðrum rafmyntamörkuðum?

Ismynt býður uppá opinn markað með rafmyntir, það þýðir að notendur munu get lagt inn kaup og sölu tilboð í tilboðsbók með mismunandi rafmyntir á móti íslenskum krónum. Markaður af þessari gerð hefur ekki verið í boði á íslandi áður, og munum við bjóða uppá samkeppnishæf gjöld og þóknanir. Einnig mun ismynt vera með allar tækninýjungar á fingurbroddunum og fylgja orðatiltækinu, "in it for the tech", eða "í því fyrir tæknina". Ismynt gerir miklar tæknilegar kröfur til allra rafmynta sem verða í boði og býður ekki uppá rafmyntir sem þjóna engum tæknilegum tilgangi öðrum en að vera proof-of-concept.

Hversvegna ætti ég að nota ismynt?

Ismynt mun bjóða upp á heildstæðustu lausnir varðandi bálkakeðjur á íslandi, og mun bjóða uppá virkni innan bálkakeðjanna, sem ekki eru almennt aðgengilegar venjulegum notanda nema hann hafi sértæka tæknilega kunnáttu. Við munum þannig bjóða uppá tæknilega flóknar lausnir á einfaldan hátt og með aðgengilegu viðmóti.

Hverjir standa á bakvið ismynt?

Ismynt er þróað af tölvufræðingum og öðrum aðilum sem eru auk þess áhugamenn um rafmyntir og rafmyntatækni. Forsvarsmaður ismynt og stofnandi er Pétur Sigurðsson tölvufræðingur sem hefur verið viðriðin rafmyntaheiminn frá upphafi og hefur auk þess yfir 20 ára reynslu af forritun og þróun tölvukerfa. En samhliða honum stendur einvalalið af sérfræðingum og fræðimönnum sem hafa lagt hönd á plóg að koma upp kerfum ismynt og leggja til fræðsluefni og leiðbeiningar. Að ismynt kemur einnig fjöldi annarra einstaklinga með allskyns bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að vera áhugamenn um þróun tækni tengd bálkakeðjum og rafmyntum.

Hver er framtíðarsýn ismynt?

Framtíðarsýn ismynt er að veita viðskiptavinum sínum aðganga að öllum þeim tækniframförum sem eiga sér stað í heimi rafmynta og hjálpa til við innleiðingu og áframhaldandi þróun rafmynta og notkun þeirra. Ismynt leitast að því að vera leiðandi í þessum geira ekki bara á Íslandi heldur á öllum norðurlöndunum og jafnvel þó lengra væri litið.

Ismynt stefnir að því að vera brautryðjandi hvað varðar tækni bálkakeðja og rafmynta og styðja við áframhaldandi þróun þeirrar tækni sem liggur þar að baki.

Hefur ismynt rekstrarleyfi?

Ismynt ehf er skráður þjónustuveitandi sýndareigna hjá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, og hlýtur reglum og eftirliti sem slíkur. Það felur í sér meðal annars ýtarlegar útfærslur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og eftirlitskerfum þeim tengdum.