4. Október 2024

Varnir gegn svikastarfsemi

ismynt.is


Svikastarfsemi í heiminum hafa aukist svo mikið að kalla má faraldur. Um er að ræða miljarða sem tapast árlega í hendur glæpahópa sem stunda þessa iðju. Rafmyntaheimurinn hefur orðið fyrir miklum álitshnekkjum vegna þessa, þar sem að mörg svindl hafa notað rafmyntir og bálkakeðjutækni til að hafa fé af fórnalömbum.

Hvernig við þekkjum svindl?

Margir viðskiptavinir ismynt hafa lent í svindlum og leitað til okkar með spurningar varðandi trúverðugleika síðna og rafmynta sem verið er að bjóða þeim. Við höfum því sett saman lista af atriðum sem gott er að hafa í huga þegar að reynt er að átta sig á hvort að verkefni eða heimasíða sé svindlsíða.

  1. Háir og örir vextir
    Ef að ávöxtun er mjög ör, svosem 1% á dag, þá myndi það skila sér, vegna veldisáhrifa vaxta, í 37 földun á einu ári, eða 3700% ársvextir. Þetta er engan vegin sjálfbært og ómögulegt að nokkur aðili geti borgað slíka vexti.
  2. Áður óþekkt manneskja bíður þér á nýja heimasíðu/app
    Sé manneskja, sem þú þekktir ekki áður, að hafa samband við þig á félagsmiðli og er að biðja þig um að skrá þig á áður óþekktri heimasíðu eða appi þá skaltu hafa allan vara á.
    Þú skalt byrja á því að fletta upp heimasíðunni á svindl-leitarvél ismynt, eða sambærilegum svindl-leitarvélum til að athuga trúverðugleika síðunnar. En hafa skal í huga að þrátt fyrir jákvæðar útkomu úr svindl-leitarvélum skal alltaf vera á varðbergi. En þetta er mjög algeng leið fyrir svindlara til að komast í samband við fórnalömb sín.
  3. Notast er við flókið tæknimál
    Þetta gildir um allar fjárfestingar. Ef það er ekki hægt að útskýra það í einföldu máli þannig að þú skiljir auðveldlega hvað þú ert að taka þátt í, þá er betra að láta kyrrt liggja. Algeng hugtök sem svindlarar nota til að útskýra óeðlilega ávöxtun eru tildæmis: defi-mining, trading-bots, ICOs. Þessi hugtök geta átt rétt á sér, í ákveðnum tilfellum, en sért þú ekki fyllilega meðvitaður um allar hliðar málsins og um hvað er nákvæmlega verið að bjóða þá er gott að láta kyrrt liggja.
  4. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það það oftast.
    Það er enginn að fara að gefa þér pening fyrir ekki neitt. Sé verið að bjóða uppá töfralausn sem virðist búa til pening úr þurru lofti þá er afar líklegt að um svindl sé að ræða.

Algeng svindl

Hér að neðan listum við upp algeng svindl.

  1. Beinar símhringingar úr íslensku númeri
    Nú nýlega hafa aðilar verið að hringja í Íslendinga úr símanúmeri sem gæti talist íslenskt. Aðilinn talar ensku og er að bjóða upp á fjárfestingu sem er í raun plat. Þessir aðilar hafa leitt fólk í gegnum nýskráningarferli ismynt og láta þau svo færa á sig rafmyntir. Athugið að þegar rafmyntir hafa verið færðar af reikningi ismynt þá er ekki hægt að afturkalla þær.
  2. Svindlsíða sem er auglýst í google leitarniðustöðum
    Algengt er að svindlarar kaupa auglýsingar sem koma efst þegar leitað er að þekktum fyrirtækjum á google. Svindlsíðan lítur nákvæmlega út einsog alvöru heimasíðan en er með aðra slóð í vafranum, því er ávallt mikilvægt að tví-athuga slóðina í vafranum þegar notast er við google til að finna síður. En svindlið virkar þá þannig að þegar þú skráir þig inn á svindlsíðuna eru upplýsingunum þínum stolið til að hleypa svikahröppunum inn á reikning þinn á avlöru heimasíðunni og fjármunir þínir færðir annað.
  3. Ókunnugur hefur samband í gegnum samfélagsmiðla
    Afar algengt er að svindlarar reyna að hafa samband við fórnalömb sín í gegnum samfélagsmiðla. Þetta er ávallt gert í gegnum falsprófíla sem er oft hægt að þekkja ef skoðað er hverjir eru að like-a myndirnar, hverjir eru vinirnir, og eru til myndir af einstaklingnum án sólglerauga eða annarra hluta sem skyggja á. Hér getur líka verið gott að nota myndaleit google til að reyna að finna myndirnar sem verið er að nota á falsprófílnum.
  4. "Við getum margfaldað peninginn þinn"
    Algengt svindl er að biðja fólk að senda svindlaranum pening eða rafmyntir með því loforði að svindlarinn muni senda margfalt virði tilbaka. Hér er oft notast við flókið tæknimál til að sannfæra fórnalambið. Þegar einstaklingurinn reynir svo að taka út sinn "hagnað" þá er það ógerningur, eða þá að beðið er um enn meiri pening til að framkvæma úttektina.

Hefur þú lent í fjársvikum?

Hafir þú lent í fjársvikum á netinu tengdum rafmyntum þá viljum við endilega heyra í þér í póstfangið info@ismynt.is. Við munum hjálpað þér að tilkynna heimasíður og addressur tengd svikunum á svindlgagnagrunna, sem mun gagnast öðrum til varnar. Einnig mælum við endregið með því að lögð sé fram kæra hjá lögreglunni í síma 444-1000.

Svikasíðuleit

Í samstarfi við ScamAdviser.com hefur ismynt sett upp leitarvél yfir svikastarfsemi. Með því að slá inn slóð heimasíðu getur þú fengið stigagjöf hér að neðan um trúverðugleika heimasíðunnar sem getur hjálpað þér að taka upplýsta ákvörðun og forðast að verða fyrir svikum.

Leitarvél