16. Júní 2022

Hvað eru rafmyntir?

Pétur Sigurðsson, stofnandi ismynt ehf.


Lauslega er hægt að skilgreina rafmyntir sem rafrænar eignir, sem eigendur geta stjórnað með lyklum. Hver eign tilheyrir ákveðnum lykli og aðeins er hægt að hreyfa við þessum eignum ef vitað er hver þessi lykill er. Lykill að rafmyntum er í raun bara löng stafaruna, og hver sá sem veit þessa stafarunu getur fært við þeim eignum sem tilheyra lyklinum.

Rafmyntir eru ekki nýjar af nálinni, heldur hafa verið þróaðar af áhugamönnum í áratugi, en árið 2009 var fyrsta ó-miðlæga rafmyntin búin til, Bitcoin. Það sem gerir Bitcoin svo einstakt er að þetta var fyrsta ómiðlæga rafmyntin sem leysir tvíeyðsluvandamálið án þess að fórna valddreifingu. Það sem þetta þýðir á mannamáli er að bitcoin er kerfi sem gerir eigendum rafmynta kleyft að millifæra sínum eignum í umhverfi sem er öruggt og tryggir öryggi eignanna án þess að miðlægur aðili þurfi að halda utan um ferlið.

Eftir Bitcoin hafa margar rafmyntir komið á sjónarsviðið. Flestar þeirra reyna að leysa vankanta sem þykja vera á Bitcoin, á meðan aðrar reyna að bæta á það kerfi sem Bitcoin er og bæta við það nýrri virkni. Í dag eru mörg þúsund rafmyntir til, og fjölgar þeim daglega, og munu áhrif rafmynta á verslun, fjármálamarkaði, og líf fólks halda áfram að aukast.

Afhverju rafmyntir?

En afhverju rafmyntir? Afhverju ætti einhver að skoða þetta fyrirbæri sem kallast rafmyntir og bálkakeðja? Hvað hefur þessi tækni uppá að bjóða, er þetta ekki eitthvað tísku fyrirbæri sem rennur sitt skeið einsog mullettið? Eru þetta ekki eintómt píramída svindl?

Verðbólga gjaldmiðla

Almennir gjaldmiðlar eru gefnir út af seðlabönkum þar sem peninga prentun er annaðhvort miðstýrð eða gefin í hendur einkaðila innan bankakerfisins í formi lána. Þetta leiðir óhjákvæmilega af sér verðbólgu, sem erfitt er að stjórna og bitnar hvað helst á almenningi. Verðbólga gerist þegar að verðgildi gjaldmiðils lækkar, sem er afleiðing þess að meira magn er í umferð af gjaldmiðlinum en áður var. Þar sem að peningaprentun er algjörlega úr hendi almennings, en stýrt af fjármagnsöflum og seðlabönkum, þá skýtur því skökku við að það sé almenningur sem þurfi að bera byrgðirnar, en svo er raunin. Innistæður og laun almennings rýrna á meðan að bankarnir blómstar og skila methagnaði.

Verðbólga rafmynta

Rafmyntir eru mögulegur staðgengill hefðbundinna gjaldmiðla og eru rafmyntir byggðar á þann hátt að hægt er að tilgreina nákvæmlega hvert magn myntarinn verður. Þar að segja, hægt er að setja reglur við gerð bálkakeðjunnar sem rafmyntin byggir á sem tryggir að peningaprentun er fyrirfram ákveðin og er ekki geðþótta ákvörðum bankamanna eða ríkisstjórna. Þetta gefur af sér fyrirsjáanleika sem ekki er hægt að hafa varðandi hefðbundna gjaldmiðla. Sumar rafmyntir eru jafnvel þannig úr garði gerðar að þeim fækkar með tímanum og er því um neikvæða verðbólgu að ræða.

Er bálkakeðja gagnagrunnur?

Það hefur verið sagt að bálkakeðja sé ekkert annað en gagnagrunnur. Sem er langt frá því að vera satt. Gagnagrunnur í hefðbundnum skilningi er safn af gögnum sem bera einhver vensl, og hægt er að fletta upp útfrá uppgefnum venslum. Bálkakeðja er meira einsog bókhaldsbók, eða einföld upptalning á millifærslum. Gögnin sjálf eru einföld og sýna hvar inneignir eru að verða til eða hvert er verið að færa þær. Að því leitinu getur bálkakeðja ekki uppfyllt það sem gagnagrunnar gera nema að takmörkuðu leiti. Það sem er einstakt við bálkakeðju er að hún er dulkóðuð á þann hátt að hver færsla er afleiða af færslunni á undan, það er að segja, færslan á undan segir til um hvernig næsta færsla á að vera, og eru færslurnar þannig fléttaðar saman í svokallaða bálkakeðju. Þetta þýðir að ekki er hægt að breyta bálkakeðjunni eftirá, öll gögn sem þangað hafa verið skráð sitja þar áfram að eilífu. Gott dæmi um þetta eru texta brot sem upphafsmenn Bitcoin skildu eftir í fyrsti færslum bitcoin bálkakeðjunnar.

Þróun sýndareigna

Sýndareignir eru þróun þar sem að eiginleikar bálkakeðjunnar eru notaðir til að tryggja eignarhald einstklings, eða handhafa lykils, að einhverju fyrirfram ákveðnu. Þetta fyrirfram ákveðna getur verið jpg mynd, fasteign, vefslóð eða í raun hvað sem er, svolengi sem samþykki sé fyrir því að eignarhaldinu sé stýrt af bálkakeðjunni. Þessar eignir eru færslur í bálkakeðjunni og geta verið færðar á milli "lykla" eða eigenda innan bálkakeðjunnar. Fólk þekkir hugsanlega þessi fyrirbæri undir heitinu NFT eða "non fungable tokens". NFT hafa hingað til verið fyrst og fremst notaðar til að tryggja eignarhald á rafrænum listaverkum og myndum, en möguleikarnir staðnast ekki þar og er hægt að nota þá fyrir eignarhald á öllu því sem almennt eignarhald er á.

Möguleikar bálkakeðna

Möguleikar bálkakeðna eru ekki þar með upptaldir, því að nú með tilkomu 3ja kynslóðar bálknakeðna, þar sem polkadot fer fremst í flokki, hafa lýðræðistlegar kosningar verið framkvæmdar og verið er að þróa kerfi sem tryggja betur en nokkuð núverandi tölvukerfi getur tryggt, nafnleysi kosninga. Einnig munu einstaklingar get sannað auðkenni sitt með tilkomu bálkakeðna, sjúkraskýrslur geta verið dulkóðaðar en jafnframt aðgengilegar, og áfram mætti lengi telja.

Staðan í dag

Eftir efnahagsniðursveiflu seinasta árs hafa margir misst trú sýna á framtíð bálknakeðna og rafmynta, þá sérstaklega þeir sem fjárfestu í rafmyntum með það í huga að hljóta skjótan gróða. Þeir sem hafa fjárfest á síðustu 12 mánuðum eru líklega í mínus á efnahagsreikningi sínum enda er heimurinn að fara í gegnum dýpstu fjárhagsdífu síðan í bankahruninu. Hinsvegar sínir sagan okkur að markaðir rétta oftast rækilega úr sér, og ef litið er á sveiflur Bitcoin seinasta áratug má gera ráð fyrir að síðasti hápunktur verði næsti lágpunktur þegar litið er til verð rafmyntarinnar.

Ismynt er hinsvegar í þessu fyrir tæknina, eða "in it for the tech"., okkur er sama um eiginlegt verð rafmyntanna því við höfum glöggst inn um glugga fræðanna sem liggur að baki bálkakeðjum og séð framtíð sem er óumflýjanleg og kolfellir núverandi hugmyndir um hvað eiginlegur gjaldmiðill á að vera. Gömul fræði eftirspurnar og framboðs eru að sjálfsögðu í fullu gildi og munu gera aðra gjaldmiðla að tólum fortíðarinnar þegar að rafmyntir byggðar á bálkakeðjum eru komnar í almenna notkun.