2. Apríl 2024
Hvernig tek ég út inneignina mína aftur á bankabók?
ismynt.is
Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig þú tekur út þína inneign á bankabók.1. Skipta í ISK
Fyrsta skrefið er að skipta þinni rafmynt í ISK. Þú gerir það með því að velja "Snöggskipti" í vinstri valmyndinni. Þar velur þú þá rafmynt sem þú vilt selja, og ISK sem rafmyntina sem þú vilt kaupa. Þú velur svo upphæðina sem þú vilt selja og klárar skiptin.
2. Opna úttektar síðuna
Næsta skref er að opna úttektarsíðuna. Hana finnur þú í vinstri valmyndinni undir "Aðgerðir" -> "Úttekt". Þegar þú ert beðinn um að velja mynt til að taka út velur þú ISK (hún er neðarlega í listanum). Því næst slærð þú inn reikningsnúmerið á forminu "1234-12-123456" og smellir á "Staðfesta úttekt".
3. Klára öryggis yfirferð
Næst þarft þú að klára nokkur öryggisatriði. Hér er gott að lesa vel yfir textan og fylla inn þau öryggisatriði sem beðið er um. Viljir þú vista þennan úttektar reikning skaltu haka við "Vista sem trausta addressu", slá inn heiti fyrir vistaða reikninginn og halda svo áfram.
4. Staðfesta úttekt
Þegar þú hefur samþykkt úttektina verður hún framkvæmd. Bankaúttektir eru oftast framkvæmdar á innan við 3 mínútum. Þegar millifærslu er lokið muntu fá staðfestingu í vefpóst og/eða sms.
Ef þú lendir í vandræðum með einhver af ofangreindum skrefum skaltu ekki hika við að senda okkur póst í help@ismynt.is.