8. Mars 2024
Hvernig færi ég eignir mínar af annarri kauphöll/kerfi yfir á ismynt.is?
ismynt.is
Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig þú færir þínar rafmyntir á ismynt.is af annarri kauphöll/kerfi/veski.1. Stofna reikning á ismynt.is
Fyrsta skrefið er að stofna reikning á ismynt.is. Ferlið útskýrir sig sjálft og þú þarft einfaldlega að fylgja leiðbeiningunum á forminu. Að því lokun getur þú haldið áfram að skrefi 2.
2. Búa til innlagnar addressu á ismynt.is.
Þegar þú hefur lokið nýskráningu skaltu innskrá þig á ismynt.is. Í vinstri valmyndinni skalt þú velja "Aðgerðir" -> "Innlögn". Á þessari síðu getur þú látið búa til addressu fyrir þig fyrir allar þær myntir sem eru í boði á ismynt. Veldu þá mynt sem þú vilt flytja á milli (td. BTC), og ný addressa verður sjálfkrafa búin til innan skamms.
3. Taka út af eldri kauphöll/kerfi/veski
Næst skaltu fara á þá kauphöll/kerfi/veski sem þú vilt taka út af. Þar skaltu velja að "Senda" eða "Taka út" rafmyntina þína. Til að taka út Bitcoin af myntkaup til dæmis, þá skráir þú þig inn á myntkaup, velur "Úttekt" og þar á eftir undir "Úttekt á rafmyntaveski" velur þú "Bitcoin". Þegar þú ert beðin(n) um að slá inn hvert á að senda rafmyntina (td. "Bitcoin addressu") skaltu gefa upp addressuna sem hefur verið búin til á ismynt. Passaðu að þú verður að senda sömu rafmynt og á sama netverki og tilgreint er á úttektarsíðunni á ismynt.
4. Staðfesta úttekt
Þegar þú hefur samþykkt úttektina verður hún framkvæmd, það getur tekið einhvern tíma eftir því hvaða rafmynt er verið að senda. En þegar hún berst ismynt færðu tilkynningu í tölvupósti og rafmyntin verður aðgengilega á ismynt.is.
Viljir þú strax selja rafmyntir þínar og taka út á bankareikning getur þú fundið leiðbeiningar um það hér.
Ef þú lendir í vandræðum með einhver af ofangreindum skrefum skaltu ekki hika við að senda okkur póst í help@ismynt.is.