15. Maí 2024
Chainlink (LINK)
ismynt.is
Chainlink er lausn sem lýtur að því að þjónusta snjallsamninga og auðga þannig notagildi þeirra. Chainlink miðar að því að vera upplýsingagátt fyrir alla snjallsamninga, á hvaða bálkakeðju sem er, svo að þeir geti byggt á tryggum og öruggum upplýsingum og keyrt uppfærslur á bálkakeðjunni út frá þeim. Það má segja að Chainlink stefni að því að vera seinasti hlekkurinn í fullnýtingu snjallsamninga, sem er upplýsingatenging snjallsamninga við raunheimana.
Upplýsingagátt (en. oracle)
Upplýsingagátt er þjónusta sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum á áreiðanlegan og öruggan máta til viðtakanda sinna. Chainlink stefnir að því að verða aðal upplýsingargáttin, ekki eingöngu fyrir Ethereum, heldur fyrir allar bálkakeðjur, og vinna þeir að því með ómiðlægri lausn sem fylgir ströngustu öryggisstöðlum og útfærsluaðferðum.
LINK
Myntin LINK er gjaldmiðill fyrir þjónustur Chainlink upplýsingagáttarinnar. LINK er notað til að greiða fyrir þjónustuna sem er haldið uppi af dreyfðu kerfi sjálfstæðra aðila á ómiðlægu neti. Það þýðir að hver sem er getur búið til sýna upplýsingagátt og mun að endingu fá greitt í LINK frá sýnum viðtakendum.
Það sem hefur hrjáð snjallsamninga frá upphafi er sú staðreynd að þeir geta eingöngu lesið og notað gögn sem eru nú þegar skráð á bálkakeðjuna sem þeir keyra á. Með tilkomu upplýsingagátta geta snjallsamningar nýtt upplýsingar úr raunheimum til ákvarðanatöku sem gerir snjallsamningum kleyft að framkvæma aðgerðir ss. millifærslu fjármuna að gefnum skilyrðum uppfylltum og eru möguleikarnir í raun ótakmarkaðir. Það er því ekki úr lausu lofti gripið að kalla Chainlink síðasta hlekkinn í þróun snjallsamninga.