Vefþjónusta ismynt

Ismynt býður uppá vefþjónustu þar sem tæknifróðir geta tengst í gegnum einfalt REST API viðmót. Þar er hægt að senda inn fyrirspurnir um pöntunarbækur, leggja inn pantanir, skoða eigin innistæðu og fleira. Með þessu viðmóti er til dæmis hægt að skrifa sitt eigið sjálfvirkt "trading app" sem kaupir og selur að fyrirfram gefnum forsendum.

API Lyklar

Til að nota vefþjónustuna er notast við svokallaða API lykla, þessir lyklar eru búnir til á síðunni "Vefþjónusta" undir stillingar í vinstri valmyndinni. Þar getur þú búið til nýja lykla og gert þá óvirka. Passaðu vel uppá þessa lykla og vertu viss um að gera þá óvirka sem að þú telur að hafi lekið til annarra.

Þegar kallað er í REST API-inn þá þarf að setja þennan lykil í "header" á request-inu sem sent er, "headerinn" þarf að heita "IsMyntApiAuth" og þarf að innihalda API lykil sem þú hefur búið til fyrir þinn aðgang.

Sjá nánar: Stillingar-Vefþjónusta

Open API skjölun

Við bjóðum uppá skjölun og prófanir á vefþjónustum okkar í gegnum Swagger, sem er OpenAPI staðall um hvernig vefþjónustur eru skjalaðar. Hægt er að nota þessa skjölun til að búa til sjálfvirkan forritsbút í hinum ýmsu forritunarmálum ss. python, typescript, C# og fleirum.

Sjá nánar: SwaggerUI