30. Ágúst 2023
Solana (SOL)
ismynt.is
Í hinum margbreytilega heimi rafmynta og báklakeðja stendur Solana uppúr þegar kemur að skalanleika og háhraða. Síðan Solana spratt úr huga Anatoly Yakovenko árið 2020, hefur Solana bálkakeðjan sannað gildi sitt sem hraðvirkur og forritunarlegur grundvöllur frekari þróunar innan bálkakeðjuheimsins. Solana stefnir að því að vera hraðara, ódýrara, og skalanlegra en aðrar bálkakeðjur.
Aðal eiginleiki Solana er sá að það getur afgreitt mikið magn færslna á sekúndu (transactions per second eða TPS). Það er gert með sérstöku staðfestingarferli sem kallast "Proof og History" (PoH) sem býður uppá að margar samsíða færslur séu framkvæmdar á sama tíma. Solana hefur náð að framkvæma allt að 65,000 færslur á sekúndu sem er mikið hærra en hefur náðst á sambærilegum kerfum. Til að mynda hefur Ethereu mest náð 15 færslum á sekúndu.
Solana býður uppá forritunarmálið "Solana Transaction Processing Language" eða SPL, sem gerir forriturum auðvelt með að búa til og keyra snjall samninga á netverkinu. Solana kerfið býður einnig uppá samvirkni við aðrar bálkakeðjur að einhverju leiti, sem leyfir því að mynta speglaðar rafmyntir af Bitcion eða Ethereum.
Solana hefur hlotið vinsældir í báklakeðju samfélaginu fyrir hraðan, skalanleikann, og lág færslugjöld. Rafmynt bálkakeðjunnar, SOL, er notað sem gjaldmiðill fyrir færslur en einnig sem atkvæðisréttur í stjórnkerfi Solana og einnig er hægt að "stake"-a myntinni.