11.004.997 ISK
14. Apríl 2025
Pax Gold (PAXG)
ismynt.is
Það hefur aldrei verið auðveldara að fjárfesta í gulli. Paxos, fyrirtækið á bakvið Pax Gold, hefur tákngert gull á bálkakeðjunni og þannig gert öllum kleift á einfaldan máta að fjárfesta í gulli jafn auðveldlega og að fjárfesta í rafmyntum.
PAXG er tóken á Ethereum bálkakeðjunni sem Paxos gefur út og er verð þess hlekkjað við verð gulls. Gullið er geymt í LBMA hvelfingu í London og tryggir verðgildi tókenana gagnvart gulli. Þú getur meira að segja fengið sent heim til þín gullið þitt gegnum heimasíðu paxos ef þú hefur áhuga á.
Kostir tákngerða eigna (RWA)

Tákngerðar raunverulegar eignir (Real World Assets – RWA) vísa til samþættingar hefðbundinna eigna – eins og fasteigna, hrávöru eða skuldabréfa – inn í bálkakeðju og dreifðra fjármálakerfa (DeFi). Með því að tákngera (tokenize) þessar eignir er hægt að opna fyrir fjölda ávinninga sem tengir saman hefðbundið fjármálakerfi og stafræna hagkerfið.
-
Aukin seljanleiki
Með tákngerð verða eignir sem venjulega eru torseljanlegar að stafrænum táknum sem hægt er að versla með allan sólarhringinn á alþjóðlegum mörkuðum. -
Dreyft og hlutað eignarhald
Fjárfestar geta keypt hluta af dýrum eignum, eins og fasteignum eða listaverkum, sem lækkar aðgangshindranir og eykur þátttöku. -
Gagnsæi og öryggi
Óbreytanlegt bókhald bálkakeðjunnar tryggir trausta skráningu eignarhalds, veitir aðgang að rauntímaupplýsingum og dregur úr svikum og eykur gegnsæji. -
Hagkvæmni og lægri kostnaður
Snjallsamningar sjálfvirknivæða ferla eins og uppgjör og reglufylgni, sem minnkar skrifræði og lækkar viðskiptakostnað. -
Aðgangur að alþjóðlegum mörkuðum
Með því að nýta dreifð kerfi fá fjárfestar um allan heim aðgang að eignum sem annars væru þeim óaðgengilegar.
Tákngerð rauneigna einsog gulls er gríðarlega mikilvægt skref í þróun rafmynta í heiminum. Með því að tákngera rauneignir á bálkakeðjunni opnast leiðir fyrir verslun og kaupsamninga sem áður hafa verið ómögulegir. Og færsla verðmæta milli heimshluta gerist á augabragði. Þegar DeFi þróast og reglugerðir verða skýrari, gætu RWA opnað fyrir verðmæti upp á trilljónir dollara og gert fjármálakerfið skilvirkara, aðgengilegra og alþjóðlegra. Þessu fylgja hættur en kostirnir vega upp á móti og teljum við að þetta verður næsta bylting á fjármálamörkuðum heimsins.
Frekari upplýsingar
Verðþróun
