19. Mars 2023
Ethereum (ETH)
ismynt.is
Ethereum er ómiðlæg bálkakeðja sem gerir forriturum kleift að búa til dApps og svokallaða snjall samninga. Ethereum var lagt fram sem hugmynd 2013 af hinum unga Vitalik Buterin, og fór í loftið júlí 2015. En margir komu að hönnun og þróun bálkakeðjunar, og ber þar að nefna Gavin Wood sem svo seinna meir bjó til Polkadot, en hann á heiðurinn af því að hanna og útbúa EVM, keyrsluumhverfi Ethereum, sem gerir forriturum kleyft að keyra öppin sín og snjall samninga ómiðlægt á Ethereum netverkinu. Wood notaði svo reynslu sýna af þróun Ethereum til að búa til Polkadot með uppfærslum sem erfitt var að bæta við Ethereum netverkið.
Rafmyntin ETH
Einsog Bitcoin, er Ethereum með sína eigin rafmynt sem kallast Ether (ETH), sem er notuð til að greiða fyrir millifærslur og reiknigetu fyrir þjónustur á netverkinu. Hinsvegar er aðal áhersla Ethereum að vera kerfi sem gerir forriturum kleyft að búa til ómiðlæg forrit og öpp með því að útbúa svokallaða "snjall samninga".
Snjall samningar
Snjall samningar eru forrit sem keyra sjálfvirkt þegar að ákveðnum skilyrðum er uppfyllt. Þessi forrit, eða samningar, keyra á Ethereum netverkinu og geta verið nýttir til að búa til allskyns kerfi á netkerfinu, svosem ómiðlæg fjártækni kerfi (Defi).
EVM - Ethereum Virtual Machine
EVM er keyrsluumhverfi Ethereum og gerir netkerfinu kleyft að keyra kóða í snjall samningum á netkerfinu. EVM ber ábyrgð á því að keyra forrit snjallsamningana og framkvæma virkni og reglur sem þeir skilgreina.
EVM er í rauninni sýndarvél sem keyrist upp eftir þörfum með það eitt hlutverk að keyra snjallsamninga. Hún er hönnuð með það í huga að hún standi algjörlega sjálfstætt og keyrir algjörlega óháð undirliggjandi stýrikerfi. Þetta kemur í veg fyrir að önnur forrit geti haft áhrif á keyrsluna og gerir forriturum kleift að skrifa forrit í einfaldari forritunarmálum ss. Solidity eða Vyper, sem er svo þýtt yfir í vélarmál sem EVM getur keyrt. EVM er gerður til að keyra flókna dulkóðunar útreikninga sem eru nauðsynlegir fyrir forrit sem vinna með bálkakeðjur.
EVM er mikilvægut hlekkur í Ethereum kerfinu, þar sem að það gerir forriturum kleift að útfæra ómiðlæg forrit og dApps, og búa til nýjar rafrænar eignir með notkun snjallsamninga. EVM ber einnig ábyrgð á því að keyra áfram bálkakeðjuna sjálfa og skrá færslur með ETH rafmyntinni sem er notuð til að greiða færslugjöld og er aðal gjaldmiðill kerfisins.
Tóken
Einn af eignileikum Ethereum er sá möguleiki að búa til nýja rafmyntir, eða "tokens", á netverkinu. Þessi "token" er svo hægt að nota á ýmsan máta, til dæmis sem kosningar atkvæði, aðgangsréttur að þjónustum, eða sem gjaldmiðill.
NFT - non-fungible token
Eitt af þeim tókenum sem Ethereum getur búið til eru svokölluð NFT tóken. NFT er rafrænt tóken sem stendur fyrir ákveðinni eign sem handhafi þessa tókens á, þessi eign getur verið tónlist, tölvuleikur, mynd, fasteign, safngripur eða í raun hvað sem er. Ólíkt rafmyntum, sem eru niðurbrjótanlegar í smærri einingar og hver eining er eins, Þá er hver eining af NFT einstök og getur ekki verið brotin niður í smærri einingar.
NFT tóken eru búnir til á bálkakeðjunni, sem gerir okkur kleift að sannreyna og staðfesta eignarhald eftir lykli eigandans. Einnig hefur hvert NFT rafrænan kóða sem tengir það við upprunalegan eiganda og gerir okkur kleift að rekja allar færslur tókensins á bálkakeðjunni. Sem gerir okkur kleift að sannreyna uppruna og eigandasögu tókensins.
NFT tóken hafa nú þegar valdið miklum titringi í listaheiminum og opnað möguleika listamanna til að selja verk sín á máta sem ekki áður hefur verið í boði. En tæknin er ennþá ung og ekki er óhugsandi að fleiri not muni finnast fyrir NFT í framtíðinni og það muni bylta því hvernig við stundum viðskipti og hugsum um eignarhald á hugverkum.
POS (proof of stake)
Nýverið var gerð stór uppfærsla á Ethereum kerfinu sem gerir það að verkum að gröftur eftir nýjum myntum er ekki lengur framkvæmdur með beinum tölvuútreikningum einsog er gert í Bitcoin. Nýja kerfið kallast point of stake og er sama kerfi og Gavin Wood útfærði í Polkadot. Með point of stake þá eru server-ar sem keyra netverkið ekki lengur að reyna að leysa útreikninga, heldur nota þeir áheiti (ensk. stake) frá handhöfum ETH myntarinnar til að fá leyfi til að búa til nýa blokk í bálkakeðjuna. Þetta minnkar reikning sem þarf að vera framkvæmdur fyrir hverja blokk töluvert og minnkar orkunotkun gríðarlega. Ethereum, rétt einsog Polkadot, er þá orðið að vistvænu kerfi sem eyðir orku sem er margfallt minni en bankakerfi heimsins nota.
Niðurlag
Allt í allt er Ethereum öflugt kerfi sem keyrir áfram nýsköpun í bálkakeðju og rafmynta heiminum, og hefur dregið til sín stóran hóp af forriturum og fyrirtækjum.