16. Desember 2024
Cardano (ADA)
ismynt.is
Nefnt eftir Ada Lovelace, einum merkasta stærðfræðing 19 aldarinnar, eitt af fyrstu almennu bálkakeðjunum sem búin hefur verið til, og stofnað af Charles Hoskinson einum af frumkvöðlum Ethereum bálkakeðjunnar.
Ada er rafrænn gjaldmiðill og Cardano er bálkakeðjan sem flytur hann. Hver sem er, hvar sem er í heiminum getur notað Ada sem örruggan miðil verðmæta, án tilkomu milliliðs. Hver millifærsla er á öruggan og gegnsæjan máta skráð á Cardano bálkakeðjuna.
Proof of stake
Hver sá sem á Ada á einnig hlutdeild í Cardano netverkinu. Því cardano er svokallað "proof of stake" bálkakeðja, þar sem hægt er að leggja til Ada tóken til að tryggja öryggi bálkakeðjunar og hljóta í staðinn ávinning. En einnig getur hver sem er búið til sína eigin nóðu í netverkinu og lagt til þess sín eigin Ada til að auka öryggi og sinn ávinning. Þar sem að Cardano er keyrð á svokölluðu "proof of stake" en ekki "proof of work" aðferðin sem Bitcoin bálkakeðjan er byggð á, þá er Cardano töluvert náttúruvænni og krefst netverkið aðeins brotabrot af þeirri raforku sem Bitcoin þarf á að halda.
Doom spilað á bálkakeðjunni
Á seinni hluta 2024 var gerð tilraun með utanáliggjandi samskiptakerfinu Hydra sem vinnur með Cardano bálkakeðjunni til að auka afköst og flétta færslum saman. Þessi tiltekna tilraun gekk út á það að spila tölvuleikinn Doom frá 1993 og láta netsamskiptin eiga sér stað í gegnum Hydra. Þannig var hægt að sýna fram á hraða sem Hydra styður og náðist að framkvæma gríðarlegam fjölda færslna á hverri sekúndu þegar að fleiri en 10 þúsun manns tóku þátt í að spila Doom á Cardano bálkakeðjunni.
Cardano var ekki búin til sem uppfærsla af annarri bálkakeðju heldur þróuð frá grunni af leiðandi fræðimönnum og frumkvöðlum úr rafmyntaheiminum. Cardano styður snjallsamninga, dApps og tókeníseringu. Því er um stóran spilara á sviði rafmynta að ræða og það verður spennandi að sjá hver framþróuninn verður héðan af.