26. Júní 2024
Hvað er Mt. Gox?
Pétur Sigurðsson, stofnandi ismynt ehf.
Hvað er Mt. Gox og hvervegna skiptir það máli?
Árið 2014 lokaði ein stærsta rafmyntakauphöll þess tíma, Mt. Gox, og lýsti yfir gjaldþroti. Kom þá í ljós að dregnir höfðu verið hundruð þúsunda bitcoin-a af veskjum kauphallarinna ólöglega, upphæð sem samsvaraði hundruðum milljóna dollara á þeim tíma. Aldrei kom almennileg skýring á þessum fjárdrætti og aðeins 200,000 bitcoin voru endurheimt árin á eftir. Þeir sem eiga heimtu í þessa sjóði hafa beðið í 10 ár, og eru nú þessi 200,000 bitcoin orðin að 141,000 vegna rannsóknar og lögfræðikostnaðar yfir þann tíma.
Nú stendur til að greiða út þennan sjóð til allra sem áttu inneign á kauphöllinni, og hefur sú staðreynd verið tilkynnt af lögfræðingum sem sjá um gjaldþrotaskiptin. Samkvæmt tilkynningunni á greiðsluferlið að hefjast í byrjun Júlí 2024. Um er að ræða töluverða upphæð og þetta hefur valdið miklum sveiflum á mörkuðum síðustu daga, þar sem að menn eru að undirbúa sig fyrir hið versta, að 141,000 bitcoinum verði seldir á markaðnum.
Ekki eru þó öll kurl komin til grafar
Nú virðast fleiri kröfuhafar hafa bæst í hópin og því hefur sjóðurinn verið drýgður enn frekar og stendur í dag í 65,000 bitcoin (Alex Thorn, x.com) sem verður skipt til fyrrverandi eiganda. Til samanburðar má geta þess að daglega eru keyptir og seldir uþb. 350,000 bitcoin (statista.com) og er því heildar magnið um það bil fjórðungs hluti af daglegu gegnumstreymi markaðanna.
Markaðarnir hafa hinsvegar brugðist sterkt við fréttunum, og hefur Bitcoin tekið umtalsverða dýfu síðustu vikur. Ekki er þó með öllu víst að það sé tilefni til að örvænta þegar litið er á nokkur atriði.
- Þó svo að tilkynnt sé um byrjun greiðsluferlisins í Júlí, þá getur það verið langt ferli og tekið vikur, eða jafnvel mánuði að klárast og myndi það draga úr áhrifum á markaðinn.
- Kröfuhafarnir eru 20.000 talsins og að öllum líkindum vanir rafmyntanerðir, það er því ekki ólíklegt að þeir vilji bíða eftir að verðið hækki meira einsog margar spár benda til á næstu mánuðum.
- Einnig er ekki ólíklegt að þeir hafi nú þegar tryggt sér verð, eða „cash-að inn“, með því að taka stöðu gegn Bitcoin á síðustu vikum.
- Þrisvar sinnum áður hefur verið gefin út svipuð tilkynning, 6. Mars 2023, 22. Nóvember 2023 og 6. Janúar 2024. Því er alls óvíst um hversu mikil alvara sé á bakvið þessa tilkynningu fram yfir þær sem áður voru gerðar.
Brást markaðurinn réttilega við? Er þetta fullkomið kauptækifæri? Það er erfitt að spá um, en eitt er þó víst, þessi atburður er að hafa mikil áhrif á markaðina þetta sumarið og það verður spennandi að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast.