26. October 2024

SUI

ismynt.is

SUI er nýjasta viðbótin á hlaðborði rafmynta sem ismynt býður uppá. Þróað af hinu Kóreska fyrirtæki Mysten Labs, SUI er ein hraðvirkasta og þróaðasta bálkakeðja sem búin hefur verið til. Um er að ræða grunn bálkakeðju sem keyrir á eigin neti með stuðning við ómiðlæg forrit (dApps) og snjallsamninga og hraða og gegnumstreymi sem skákar jafnvel Solana.

Þeir hjá Mysten Labs hafa einnig gert það að sínu helsta forgangsatriði að útfæra bálkakeðjuna og kerfið allt á þann hátt að það sé aðgengilegt þeim sem vilja byggja ofan á það, og að það sé notendavænt þeim sem vilja nota það. Þannig eru öll umgjörð, forritunarskil og skjölun fyrsta flokks og ýtir það undir almenna notkun og innleiðingu á bálkakeðjunni um heim allan og hvetur til nýsköpunar og vöxts innan vistkerfisins.

Hlutbundin hönnun

Kjarninn í SUI er hin hlutbundna hönnun sem bálkakeðjan er byggð á. Þannig er bálkakeðjan ekki einungis byggð með það í huga að flytja tóken eða myntir á milli, heldur vinnur bálkakeðjan með hluti sem geta borið með sér upplýsingar svo sem eigendatengsl og tengingar við aðra hluti bálkakeðjunnar. Þannig er hægt að búa til flóknari eigindi á bálkakeðjunni sem byggir á hlutbundinni hönnun.

Hlutir en ekki inneign.

Eignir á bálkakeðjunni eru í raun hlutir, sem geta verið með sína eigin eiginleika og eigindi. Þessi nálgun byltir hinni upphaflegu hugmynd um bálkakeðjuna sem eingöngu miðlara fyrir inneign eða rafmynt. Hlutir á SUI bálkakeðjunni hafa sniðmát sem eru reglur um hvernig sá hlutur skal haga sér og hvernig hann skal meðhöndlaður. Þannig hefur verið búið til einfalt sniðmát fyrir hlutinn „rafmynt“ sem er notað fyrir rafmyntir á bálkakeðjunni, en sínir einnig hversu sveigjanlegt kerfið er.

Þannig er bálkakeðjan hönnuð með það í huga að vera tól í höndum áhugasamra til að búa til einingar, sniðmát og öpp eftir eigin höfði og þannig nýta bálkakeðjuna í flóknari tilgangi en aðeins fyrir rafmyntir.

Samstarf við Google

SUI hefur myndað samstarf við fjölda stórra fyrirtækja í heiminum og þar á meðal var nýlega hrundið af stað samstarfi við Google sem veitir notendum Google Cloud aðgang að tilkynningaþjónustu tengda SUI bálkakeðjunni. Einnig hefur verið opnað fyrir aðgang að bálkakeðjunni í gegnum opnu gagnasafnsskilin Google Cloud BigQuery, sem veitir þeim sem vilja þróa öpp gríðarlega öflugt tól í hendurnar.

Lág færslugjöld, háhraði og gríðarlegt gegnumstreymi

SUI státar af því í dag að vera ein ódýrasta, hraðasta og notendavænasta bálkakeðjan á markaðnum og er þá mikið sagt. Færslur á bálkakeðjunni taka að meðaltali 400ms samanborið við 900ms á Solana og er gegnumstreymið 297,000 færslur á SUI samanborið við 65,000 á Solana. Þessar tölur er framkallaðar í tilrauna umhverfum og er ólíklegt að þau muni standast í raunverulegri notkun, enda eru þær almennt gagnrýndar fyrir það, en þetta gefur ágætis mynd af möguleikunum sem SUI býður uppá. Einnig eru færslugjöldin á SUI föst í uþb. 1 ISK, en hafa skotið upp í 20 ISK á Solana á álagstímum.

Að öllu gefnu þá er eitt víst að SUI á fullt erindi sem ein af helstu rafmyntum heims og erum við hjá ismynt stolt af því að bjóða þessa rafmynt á okkar kerfum.

Frekari upplýsingar

General price chart