24. July 2024

Kaspa (KAS)

ismynt.is

Metnaður Kaspa er sá að verða fljótvirka og skalanleg systurkeðja bitcoin, silfrið fyrir gullinu, ómiðlæg bálkakeðja sem styður 40 þúsund færslur á sekúndu og byggir á tækni og hugmyndafræði "gullstaðalsins" bitcoin. Fyrstu hugmyndir að Kaspa voru upphaflega lagðar fram sem uppfærsla fyrir bitcoin bálkakeðjuna árið 2013, en átta árum seinna var fyrstu sjálfstæðu útfærslunni komið á laggirnar.

Segja má að Kaspa eigi réttilegt tilkall til nafnbótarinnar Bitcoin v2, því hún byggir ofan á þeim tæknilega grunni sem Satoshi Nakamoto gerði með bitcoin bálkakeðjunnni. Með því að flétta saman blokkum þá getur Kaspa margfaldað færslufjöldann, og á sama tíma er haldið í eitt af grunnkerfum bitcoin, proof-of-work aðferðinni, við samþykki nýrra blokka í bálkakeðjuna. Hraðinn á Kaspa er margfaldur á við bitcoin sem gefur von um að raunverulega væri hægt að nota hana sem greiðslukerfi fyrir daglega verslun, en á sama tíma er stuðst við aðferðir sem halda kerfinu ómiðlægu með námugreftri rétt einsog bitcoin.

BlockDAG / GhostDAG

Það sem gerir bálkakeðjunni kleift að ná þeim hraða sem það gerir er hin svokallaða GhostDAG útfærsla. Útfærslan opnar fyrir þann möguleika að nóður sem styðja netið geta sannreynt margar blokkir samhliða hvor annarri, sem er andstætt hinni hefðbundnu leið sem er að sannreyna blokkir í línulegri röð. Þetta gerir Kaspa að svokallaðri BlockDAG keðju, sem blandar saman öryggi hefðbundinna bálkakeðju, við meiri skalanleika og hraða.

Þannig má segja að Kaspa sé komin vel á veg með það að sigrast á hinum þremur takmörkunum bálkakeðna. En hingað til hefur verið talið að bálkakeðjur geti einungis haft tvennt ef eftirfarandi þrennu

  1. Öryggi
  2. Skalanleika
  3. Ómiðlægi
Kaspa hefur alla þessa eiginleika og er þannig að brjóta blað í sögu bálkakeðna hvað þrílemmuna varðar.

Hér sést hvernig blokkirnar í bálkakeðjunni raðast upp. Athugið að hér eru birt raunveruleg gögn í rauntíma.

Einsog sést á rauntíma yfirlitsmyndinni hér að ofan þá eru blokkir á bálkakeðjunni ekki í línulegri röð, heldur er þeim flétt saman og færslur sem ekki komast að í einni blokk eru staðfestar og fléttaðar inn í seinni blokkum. Þetta gefur Kaspa þann gríðarlega hraða sem raun ber vitni.

Sanngjörn byrjun

Þess ber að geta að verkefnið er stýrt að öllu leiti af sjálfboðaliðum, allt magn rafmyntarinnar í umferð hefur verið útdeilt í gegnum námugröft rétt einsog gert var með bitcoin. Þetta tryggir sanngjarna dreyfingu eignarhalds og samsvarar fullkomlega til upphafs bitcoin bálkakeðjunnar.

Einfalt er að setja upp nóðu fyrir Kaspa og styðja netverkið með námugreftri. Upphaf bálkakeðjunnar var afar sanngjarnt hvað útdeilingu mynta varðar. Engar myntir hafa veri búnar til utan námugreftri notenda, enginn útboð fyrir fagfjárfesta áttu sér stað, og forritararnir þurftu að stunda námugröft sjálfir til að fá einhverjar myntir. Endanlegt hámarksmagn mynta í umferð verður 28.7 milljarða KAS, og þegar þetta er ritað hefur um það bil 80% allra mynta verið mintað.

Ekki í boði á stóru kauphöllunum

En þetta hefur einnig haft ókosti í för með sér. Þar sem það er engin miðlæg stjórn yfir Kaspa, þá er enginn til staðar til að borga hin háu gjöld sem krafist er af stóru kauphöllunum einsog Binance, Coinbase og Kraken, til að vera innleitt og opnað fyrir verslun með rafmyntina. Þar af leiðandi er Kaspa ekki auðveldlega aðgengilegt fyrir marga. En því meiri heiður er það fyrir okkur hjá ismynt að geta boðið ykkur þessa rafmynt, sem við hjá ismynt erum sannfærð um að sé stórt skref í þróun bálkakeðna.

Frekari upplýsingar

General price chart