15. Júní 2022

Polkadot (DOT)

https://polkadot.network/

Við upphaf og fyrstu útgáfur af bálkakeðjum hefur eitt tiltekið vandamál síendurtekið komið upp, skölundarvandinn. Þessi vandi snýst að því að þó svo að bálkakeðja þjóni sínum tilgangi mjög vel, þá kemur að þeim tímapunkti að kerfið utan um bálkakeðjuna getur ekki þjónað þeim fjölda færslna sem berast, eða því magni upplýsinga sem þarf að geyma á bálkakeðjunni. Þetta er vegna þeirra innbyggðra takmarkana sem eru á flestum bálkakeðjum. Mörg verkefni hafa sprottið upp til að leysa þetta tiltekna vandamál, og er eitt farsælast af þessum verkefnum Polkadot.

Polkadot er þriðjukynslóðar undirstöðu bálkakeðja sem stefnir að því að tengja saman heilt net af sérsniðnum lausnarmiðuðum bálkakeðjum sem við köllum hliðarkeðjur. Polkadot gerir þessum sérsniðnu bálkakeðjum kleypt að virka og eiga samskipti við hvora aðra á hagkvæman máta. Þannig mun Polkadot þjóna sem miðlari á milli annarra bálkakeðja, og hver bálkakeðja fyrir sig mun hafa sitt afmarkað mengi af verkefnum til að leysa. Með því að leyfa bálkakeðjum að eiga samskipti, leysir Polkadot úr læðingi ógrynni mögulegra lausna og útfærslna með raunverulegt notagildi.

Hönnun Polkadot gerir hópum og teymum kleypt að búa til bálkakeðju sérsniðna og aðlagaða að þeirra notum. Hvert teymi einbeitir sér að því að leysa vandamálið sem ber að þeirra höndum á sem skilvirkasta máta, á meðan þau styðjast við tæknilegar úrlausnir annarra hópa. Þessi hönnun er byggð á þeim raunveruleika að það verður aldrei ein "ríkis" bálkakeðja sem leysir öll vandamál, þar sem hvert notkunartilvik hefur sínar eigin þarfir hvað varðar magn upplýsinga, hraða færslna og fleira. Polkadot leysir þannig skölunarvandamálið á þann hátt að verkefnum er deilt á hliðarkeðjur sem hver fyrir sig hefur sinn eigin tilgang og sín eigin verkefni sem þær eru sérsniðnar að.

Sérsniðnar bálkakeðjur, hliðarkeðjur, eru bálkakeðjur sem byggðar eru til að leysa eitthvað ákveðið verkefni eða vandamál. Hliðarkeðja getur til dæmis verið hönnuð fyrir ákveðinn markað sem hefur sömu grunnþarfir, eins og tölvuleiki, smáforrit, raforku eða fjármála. Sumar hliðarkeðjur eru byggðar til að vera sérsniðnar að þeirri tækni sem notuð er til að keyra kóða á þeim, einsog EVM eða WebAssembly. Einnig eru hliðarkeðjur sem eru sérsniðnar að einni ákveðinni notkun, eins og hliðarkeðja sem gerð er fyrir eitt ákveðið samfélags netverk, tölvuleik eða einn ákveðinn fjármálavef.

Á meðan að fyrstu útgáfur af bálkakeðjum hafa sýnt fram á mikla mögulegar framfarir á ýmsum sviðum, þá hefur skortur þeirra á möguleika til að skalast komið í veg fyrir frekari almenna notkun. Polkadot er hannað frá upphafi til að takast á við þetta tiltekna vandamál og fleiri vankanta sem komið hefur upp á þeim fyrstu kynslóðum rafmynta sem komið hafa fram. Sumir af þeim eiginleikum sem Polkadot hefur fram yfir eldri kynslóðir bálkakeðja eru, uppfærslur á grunnkerfinu án þess að kljúfa bálkakeðjuna, skalanleiki, gegnsæ lýðræðisstjórnun og samskipti milli mismunandi bálkakeðja/hliðarkeðja.

Hvaðan kemur Polkadot?

Polkadot var búið til af Gavin Wood, Peter Czaban og Robert Habermeier árið 2016. Gavin Wood var einn af stofnendum Ethereum bálkakeðjunar og var hann lykilaðili í hönnun og útfærslu á sumum af grunnkerfum Ethereum. Þar á meðal keyrslu umhverfi Ethereum (EVM), sem keyrir svokallaða "smart contracts" eða "snjall samninga".

Wood er auk þess stofnandi Web3 Foundation og fyrirtækisins Parity Technologies. Parity Technologies sér í dag um uppfærslur á Substrate, hugbúnaðarumgjörð sem er að mestu notuð af Polkadot forriturum sem eru að hanna sínar eigin bálkakeðjur/hliðarkeðjur.

Frá fyrsta degi hefur Polkadot verið í mikilli þróun og fór hún í loftið seinni hluta 2021, næstum 5 árum eftir fyrstu hugmyndir hópsins. Á fyrrihluta 2022 fór hið byltingarkennda kertastjaka regluverk (kerfi sem innleiðir hliðarkeðjur í Polkadot) af stað, og hliðarkeðju uppboðið hófst. Síðan þá hafa 17 hliðarkeðjur verið kosnar inn af hluthöfum Polkadot rafmynntarinnar (DOT) og margar þessara hliðarkeðja eru nú þegar komnar í notkun og tengdar Polkadot og öðrum hliðarkeðjum.

Síðasta stóra áfanga náði Polkadot þegar að millikeðju samskipta kerfið XCM var tekið í notkun. XCM stendur fyrir "cross-census messaging format" og fór í notkun snemma á Maí 2022. XCM er lykillinn að því að raungera þá grunnhugsjón Polkadot að vera fullvirkt undirstöðukerfi og samskiptanet fyrir vistkerfi af bálkakeðjum, þar sem það opnar fyrir samskiptaleiðir á milli hliðarkeðja, keðjugrunna(pallet) og snjallsamninga.

Sannstimplarar (Validators)

Það sem keyrir Polkadot bálkakeðjuna áfram, og skapar nýjar blokkir, eru svokallaðir Validators, eða “Sannstimplarar”. Þetta eru tölvur sem keyra sérstakt forrit sem sannreynir blokkir fyrir bálkakeðjuna. Vægi hvers sannstimplara er metið út frá því hversu mikið af DOT rafmyntinni hefur verið frátekið (ensk. Staked) fyrir þennan tiltekna sannstimplara. Handhafar DOT rafmynta geta lagt til sínar DOT myntir til að styðja ákveðna sannstimplara, og nota þá þessir sannstimplarar þær myntir sem þeim hefur verið treyst fyrir. Fari sannstimplari gegn meirihluta annarra sannstimplara og vinnur að klofningi bálkakeðjunnar, munu fráteknu myntir þess sannstimplara vera gerðar upptækar (ensk. Sliced) sem refsing. Þetta gerir það að verkum að sannstimplarar hafa mikinn hag af því að halda Polkadot bálkakeðjunni öruggri og kemur í veg fyrir að óprúttnir aðilar reyni að klýfa bálkakeðjuna einsog hefur margsinnist gerst með aðrar bálkakeðjur. Þeir sem leggja sínar rafmyntir til sannstimplara hljóta ágóða allt að 15% ársvexti á sína innlögn.

Hliðarkeðjur (Parachains)

Polkadot er bálkakeðja sem hefur þann tilgang að tryggja örugg samskipti og keyrslu annarra bálkakeðja, svokallaðra hliðarkeðja. Polkadot bálkakeðjan sjálf styður ekki þróaðri lausnir einsog snjallsamninga, þær lausir eru settar í hendurnar á hliðarkeðjunum sem keyra á Polkadot bálkakeðjunni. Polkadot er því sérhæfð í því hlutverki að skipuleggja og tryggja öryggi og samskipti milli hliðarkeðja sem keyra á Polkadot.

Hliðarkeðjur (ensk. Parachains) eru hver sú bálkakeðja sem kýs að keyra á Polkadot kerfinu. Til þess þarf hún að uppfylla kröfur svo að sannstimplarar (Validator) geti unnið með hana. Í raun þarf hliðarkeðja ekki að vera bálkakeðja, en það er lang algengasta útfærslan. Hliðarkeðjur keyra samhliða Polkadot bálkakeðjunni og bæta á örryggi þess, þær geta einnig tekið á móti og sent skilaboð til annarra hliðarkeðja tengd Polkadot í gegnum XCM staðalinn.

Uppboð (Parachain auction)

Það eru takmörk fyrir fjölda hliðarkeðja sem Polkadot getur stutt, í dag er sú tala 100. Hliðarkeðjur þurfa að vera samþykktar til að geta byrjað að keyra á Polkadot. Það ferli gerist á tvenna vegu. Annarsvegar er um svokallaðar “almannahagskeðjur” sem keyra ekki með efnahagslegum tilgangi, heldur einungis til að þjóna öðrum kerfum og auka eiginleika alls netkerfisins. Og hins vegar er það í gegnum svokalla “Parachain auction”, eða hliðarkeðju uppboð. Á reglulegu tímabili leyfir Polkadot nýrri hliðarkeðju að bætast i kerfið, þá þurfa öll þau kerfi sem hafa hug á að gerast hliðarkeðjur að bjóða DOT rafmyntina sem tryggingu til að gerast hliðar keðja, það kerfi sem bíður hæstu trygginguna fær að gerast hliðarkeðja, hinar þurfa að bíða eftir næsta uppboði.

Uppboðslán (Crowdloaning)

Þegar að keðjur hyggjast taka þátt í uppboði til að verða hliðarkeðja, þá þurfa þau að safna miklu magni af DOT myntinni. Ein af þeim leiðum sem þær geta gert þetta er með því að bjóða handhöfum DOT að lána sér myntirnar sínar með það að augum að gefa þeim hlutdeild í nýju keðjunni í staðinn. Þetta er gert í gegnum svokölluðu “Uppboðslán” (ensk. Crowdloaning), þá lána handhafar DOT myntirnar sína til verðandi hliðarkeðja og fá í staðinn rafmyntir af þeirri hliðarkeðju, getur ágóði að þess lags lánum verið töluverður en myntir þess sem lánar verða festar sem trygging í 2 ár fyrir hliðarkeðjuna.

Lýðræðisvirkni Polkadot

Polkadot er með ríkt lýðræðiskerfi sem gerir handhöfum DOT myntarinnar kleypt að taka virkan þátt í þróun og stjórnun vistkerfisins. Ekki aðeins geta handhafar DOT haft áhrif á hvaða hliðarkeðjur fá að keyra á kerfinu heldur eru líka röð af öðrum lýðræðiskerfum sem DOT handhafar geta tekið þátt í. Sum af þeim hlutum sem DOT handhafar geta tekið þátt í eru, leggja fram frumvarp, gefa frumvarpi forgang, kjósa um frumvörp, kjósa um stjórn, bjóða sig fram til stjórnar. Þessar aðgerðir læsa DOT myntinni í mislangan tíma eftir því hvað mikið vægi þú ert tilbúin að leggja í þitt atkvæði.

Niðurlag

Polkadot er án efa eitt þróaðasta kerfi sem bálkakeðju heimurinn hefur séð, og sú dýpt og útsjónarsemi sem stofnendurnir sýndu við hönnun alls kerfisins tryggir að handhafar DOT myntarinnar munu alltaf halda á mynt sem eftirspurn verður eftir. Hvort sem það sé frá verðandi hliðarkeðjum, sannstimplurum eða þeim sem vilja taka þátt í stjórnun Polkadot. Tæknileg hönnun kerfisins er gerð með Web 3.0 í huga, og skalanleiki og uppfærsluhæfni kerfisins gerir það að verkum að Polkadot mun spila stórt hlutverk í komandi framtíð hvort sem litið sé til heims bálkakeðja eða tækniframförum almennt.

Additional information

General price chart