3. February 2024
Crypto and Taxes
ismynt.is
Á forsíðu ismynt.is er hlekkur sem færir þig á ársyfirlit fyrir árið 2023 (þú getur einnig fylgt eftirfarandi hlekk). Þar sérðu helstu útreikninga fyrir þinn reikning. Þær tölur sem þú vilt færa inn á skattframtalið er að finna í dálkinum "Eign í lok tímabils". Þar eru eignir þinar í lok árs 2023 upptaldar, og eiga að færast inn í kafla 4.4 í skattframtalinu.
Fjármagnstekjuskattur
Hafir þú selt rafmyntir á árinu 2023, þá getur verið að þú þurfir að greiða fjámagnstekjuskatt. Fjármagnstekjuskattur er reiknaður á allan ágóða sem þú hefur haft af fjárfestingum umfram upphaflegan kostnað. Það getur verið erfitt að reikna langt aftur í tímann allan kostnað og allan ágóða, en með ársyfirlitinu getur þú séð breytingar á þínu eignasafni hjá ismynt árið 2023. Þegar kemur að því að selja þínar rafmyntir og taka út gróða, getur þú notað þessa útreikninga til að reikna þinn ágóða umfram kostnað sem skal skattlagður.
Hérn getur þú lesið frekar um reglur skattsins varðandi rafmyntir: https://www.skatturinn.is/einstaklingar/skattskylda/rafmynt/