Við erum fremstir á Íslandi þegar kemur að rafmyntum. Við bjóðum upp á heildstæða lausn í öllum þínum rafmyntaviðskiptum, rauntímamarkað með meira úrval rafmynta en áður hefur þekkst á íslandi, lægri gjöld en íslenskir aðilar hafa veitt hingað til og alla þá þjónustu sem þú þarft til að stunda örugg og skilvirk viðskipt með rafmyntir.
Við bjóðum uppá einfalt og skilmerkilegt skráningarferli.
Á ismynt.is er einfalt að versla rafmyntir á snöggan máta.
Á ismynt.is getur þú auðveldlega fylgst með verðmæti þinna rafmynta.
Við bjóðum uppá handhægar leiðbeiningar um hvernig þú getur búið til þitt eigið veski og orðið hinn eiginlegi handhafi þinna rafmynta.
Við notum sambland af eigin gögnum og gögnum frá vel völdum erlendum aðilum til að birta sem nákvæmastar tölur varðandi verðþróun rafmynta.
Svikastarfsemi hefur komið slæmu orði á rafmyntaheiminn allan, og tökum við virkan þátt í baráttunni gegn svikastarfsemi. Eftirfarandi er listi af aðgerðum sem ismynt hefur tekið til að sporna við að viðskiptavinir okkar lendi í svikum.
Við höfum sett saman lista af atriðum sem ber að hafa í huga þegar verið er að skoða önnur verkefni í rafmyntaheiminum svo að viðskiptavinir okkar geti tekið upplýsta ákvörðun.
Sjá nánarVið skönnum úttektar addressur á móti gagnagrunnum sem halda utan um addressur sem tengdar hafa verið við sviksamlega starfsemi. Athugið að svikastarfsemi getur auðveldlega búið til nýjar addressur til að starfa af þannig að ekki skal treysta á þetta úrræði eitt og sér.
Kynnstu betur fyrirtækinu í þessu skemmtilega podcasti hjá Bálki miðlun.
Við byggjum okkar eigin kerfi og erum ekki háð erlendum aðilum og getum því boðið betri kjör en aðrir íslenskir aðilar.
Engin gjöld af innlögnum
Aðeins gjöld af greiðslumiðlurum ef við á
Færslugjöld af uppfylltum tilboðum eingöngu
Verslaðu á einfaldan máta beint við ismynt
Fyrir þá sem vilja rafmyntir sínar strax
Einnig er hægt að senda okkur línu og við munum svara þér.
Ismynt ehf er skráður þjónustuaðili sýndareigna hjá Seðlabanka Íslands og fylgir þeim reglum og eftirliti samkvæmt lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá nánar.
Ólíkt því sem þekkist hérlendis þá keyrir ismynt sín kerfi sjálfir og eru því ekki háðir erlendum aðila þegar kemur að vörslu ramynta og annarra verðmæta.
Verðmæti þín eru því tryggð innan íslenskrar lögsögu og falla að öllu leiti undir íslensk lög hvað varðar fjármálastarfsemi og þjónustuaðila sýndareigna.
Rafmyntir eru flokkaðar af mörgum sem áhættufjárfesting, enda eru verð sveiflur í rafmyntaheiminum töluvert meiri en þekkist á öðrum mörkuðum. Við hvetjum engan til að fjárfesta í rafmyntum nema sá hinn sami sé fullviss í sinni sök. En við gerum okkar besta til að hjálpa fólki að skilja áhættur og möguleika sem rafmyntir hafa uppá að bjóða. Við leggjum miklar kröfur á allar rafmyntir sem í boði eru í kerfum ismynt og er þá litið til tæknilegrar útfærslu rafmyntarinnar sem og notkun, heildar markaðsvirði og orðspori.